Verkefnamiðuð námskeið fyrir starfsmenn, sérfræðinga og stjórnendur í notendahugbúnaði og skýjalausnum. Einnig bjóðum við upp á námskeið sem tengjast markaðssetningu í rafrænum heimi.

NTV skólinn hefur sl. 20 ár sérhæft sig í að hjálpa einstaklingum að bæta færni sína til að verða betri starfsmenn með starfsmiðuðum og verkefnatengdum námskeiðum. Kennarar okkar eru allir með reynslu af vinnumarkaði og starfa flestir sem sérfræðingar í atvinnulífinu samhliða kennslustörfum.
Við bjóðum fyrirtækjum ráðgjöf í fræðslumálum ásamt fjölda sérsniðinna námskeiða sem bæta færni starfsfólks til að sinna verkefnum sínum, auka afköst og gæði vinnuframlags öllum til hagsbóta.

Námskeiðsrúta

Námskeiðsrútan er einföld og hagkvæm leið til að bæta þekkingu og færni í öllum algengustu forritum sem notuð eru í fyrirtækjum í dag svo sem Excel, Word, PowerPoint, Outlook og Office 365. Einnig eru í boði sérhæfð námskeið í stafrænni markaðssetningu o.fl.
Á hverju námskeiði verður blandaður hópur þátttakenda þar sem fyrirtæki senda einn eða fleiri starfsmenn á þau námskeið sem best falla að getu hvers og eins.

Pantaðu sæti á námskeið.

Björn Jónsson – umsjónarmaður fyrirtækjanámskeiða NTV

Björn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með próf í straumlínustjórnun og löggildingu sem viðurkenndur bókari. Hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi og ráðgjafi.

Skúli Gunnsteinsson – skólastjóri og meðeigandi NTV skólans

Skúli er viðskiptafræðingur, með Cand Oecon próf frá Háskóla Íslands.  Skúli hefur 25 ára reynslu í stjórnun, rekstri og uppbyggingu fyrirtækja bæði hérlendis og í alþjóðlegu umhverfi.  Skúli hefur starfað lengi við rekstrar- og fjármálaráðgjöf, stefnumótun, markaðsrannsóknir og starfsmannaráðningar

Viðskiptavinir okkar

Einkakennsla fyrir atvinnurekendur & stjórnendur

Við bjóðum einkakennslu  sérsniðna að þörfum hvers viðskiptavinar. Kennslan eru fyrir atvinnurekendur og stjórnendur sem vilja auk færni sína á tölvur og önnur nútíma stjórntæki. Við kennum það sem mestu máli skiptir fyrir viðskiptavini á þeim hraða sem hverjum hentar. Sendu inn fyrirspurn á fyrirtaeki@ntv.is eða hringdu í okkur í síma 544 4500 til að fá frekari upplýsingar.

Allir kennarar okkar eru vel menntaðir og með mikla reynslu úr atvinnulífinu þar sem flestir þeirra starfa sem sérfræðingar samhliða kennslustörfum. Við leggjum áherslu á að hafa bestu sérfræðinga í hverju fagi til að kenna og leiðbeina með árangursríkum hætti.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um kennara okkar.

Sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki & stofnanir

NTV býður fyrirtækjum og stofnunum námskeið sem auka þekkingu starfsfólks og bæta getu þess til að takast á við krefjandi verkefni í nútíma starfsumhvefi.

Við sérsníðum námskeið að þörfum viðskiptavina eftir nánara samkomulagi þar um. Námskeiðin eru haldin í kennslustofum skólans eða í aðstöðu sem viðskiptavinur leggur til.  Námskeiðin eru flest öll viðskiptatengd, byggja á verkefnavinnu og miða að því að hjálpa fólki að eflast og bæta sig í starfi.

Sendu fyrirspurn á fyrirtaeki@ntv.is eða hringdu í okkur til að fá frekari upplýsingar og verðtilboð.

Einhverjar spurningar? Sendu okkur fyrirspurn!

Við erum á samfélagsmiðlunum.

Fyrirtækjavefur NTV skólans